New! Prepaid electricity and longer night-time discount

Fyrirfram greitt rafmagn

Fyrirfram greitt rafmagn er ný vara hjá Straumlind, og fyrst sinnar tegundar á íslenskum raforkumarkaði. Öllum viðskiptavinum Straumlindar býðst að kaupa pakka af kWst á föstu lágu verði (9,85 kr / kWst). Pakkinn myndar inneign sem nýtist upp í komandi reikninga á árinu 2026.

Þú ákveður einfaldlega þinn fjölda af kílóvattstundum: 1.000, 2.500, 5.000 eða 10.000 kWst, sendir okkur póst á straumlind@straumlind.is og við klárum málið fyrir þig. Nánari upplýsingar um Fyrirfram greitt rafmagn má finna hér: Spurt & svarað

Fyrirfram greitt rafmagn er frábær valkostur ef þú vilt tryggja þér lágt fast verð fram í tímann. Getur líka hentað sérstaklega vel fyrir notendur með litla notkun og lágan mánaðarlegan reikning.

Lengri næturafsláttur í Ódýrara rafmagn á nóttunni

Ódýrara rafmagn á nóttunni er vara sem Straumlind var fyrst til að kynna á íslenskum raforkumarkaði. Nú lengjum við tímabilið sem næturtaxtinn er virkur úr 4 klukkustundum í 8 klukkustundir. Nýr tími er kl. 23:00-07:00 alla daga en var kl. 02:00-06:00.

Hér getur þú kynnt þér nýja Verðskrá Straumlindar

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2026
Contact info
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.