Spurt og svarað
Viðskipti hjá Straumlind
Geta allir keypt rafmagn hjá Straumlind?
Já, það geta allir á Íslandi keypt rafmagn hjá Straumlind.
Kostar að skipta yfir til Straumlindar?
Nei, það kostar ekkert að skipta yfir til Straumlindar.
Hvað gerist eftir að ég skrái mig í viðskipti?
Þú færð sendan tölvupóst sem staðfestir skráninguna.
Ef þú skráðir þig þegar meira en 20 dagar eru til mánaðarmóta byrja viðskipti þín hjá Straumlind strax í næsta mánuði en ef þú skráðir þig þegar minna en 20 dagar eru til mánaðarmóta byrja viðskipti þín hjá Straumlind í þar næsta mánuði.
Reikningar
Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?
Viðskiptavinir geta valið að fá greiðsluseðil í heimabanka eða boðgreiðslu á kreditkort. Greiðsluseðill í heimabanka kostar 124 kr. en ekkert gjald er á boðgreiðslu á kreditkort.
Hvenær birtist krafa frá Straumlind í heimabanka?
Almennt er gjalddagi 4. dag mánaðar og eindagi 7. dag mánaðar.
Straumlind birtir kröfu í heimabanka eins fljótt eftir mánaðarmót og kostur er. Ástæða þess að krafan birtist ekki fyrir mánaðarmót, eins og er algengt, er sú að álestrar með upplýsingum um hver rafmagnsnotkun mánaðarins var berst ekki frá dreifiveitu fyrr en eftir að mánuðinum er lokið. Viðskiptavinir í greiðsluþjónustu viðskiptabanka eða sem greiða með boðgreiðslum á kreditkorti finna lítið fyrir lengd tíma frá birtingu reiknings í heimabanka að eindaga.
Hvar get ég skoðað reikninga frá Straumlind?
Reikningar frá Straumlind eru birtir á Mínar síður á straumlind.is.
Af hverju fæ ég líka reikning frá Veitum, Rarik eða HS Veitum vegna rafmagns?
Kostnaður vegna rafmagns skiptist í tvennt. Annars vegar er greitt fyrir dreifingu á rafmagninu og hins vegar er greitt fyrir rafmagnið sjálft.
Heimilisfang ræður því hvaða dreifiaðila maður er í viðskiptum hjá. Á Íslandi eru fimm dreifiveitur: Veitur, Rarik, HS Veitur, Orkubú Vestfjarða og Norðurorka.
Sala á rafmagni er á samkeppnismarkaði og öllum er frjálst að velja sér söluaðila.
Get ég losnað við að fá tvo reikninga vegna rafmagns?
Nei. Kostnaður vegna rafmagns skiptist alltaf í tvennt. Annars vegar er greitt fyrir dreifingu og flutning á rafmagninu og hins vegar er greitt fyrir rafmagnið sjálft.
Innheimta
Skilum ehf. annast milliinnheimtuþjónustu fyrir Straumlind.
Ef reikningur frá Straumlind er ógreiddur eftir eindaga tekur eftirfarandi ferli við:
+ 25 dagar - Skrifleg innheimtuviðvörun. Höfuðstóll kröfu ákvarðar kostnað.
Höfuðstóll kröfu | Kostnaður innheimtuviðvörunar m.vsk |
---|---|
1-500 kr. | 620 kr. |
+500 kr. | 1.178 kr. |
+ 35 dagar - Fyrra milliinnheimtubréf. Höfuðstóll kröfu ákvarðar kostnað.
+ 45 dagar - Síðara milliinnheimtubréf. Höfuðstóll kröfu ákvarðar kostnað.
Höfuðstóll kröfu | Kostnaður milliinnheimtu m.vsk |
---|---|
1 - 2.999 kr. | 1.612 kr. |
3.000 - 10.499 kr. | 2.604 kr. |
10.500 - 84.999 kr. | 4.588 kr. |
85.000 kr. og yfir | 7.316 kr. |
Dráttarvextir reiknast á höfuðstól kröfu frá gjalddaga til greiðsludags.
Allir reikningar frá Straumlind birtast á Mínar síður.
Rafhitun
Hvers vegna er verðið á hverri kWst lægra vegna rafhitunar en vegna almennrar notkunar?
Ástæðan er sú að almenn notkun og rafhitun eru í sitt hvoru skattþrepi virðisaukaskatts (VSK).
Samkvæmt lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt leggst 24% VSK á sölu rafmagns vegna almennrar notkunar en 11% VSK á sölu rafmagns vegna rafhitunar. Án VSK er verðið á hverri kWst. það sama.
Geta allir keypt rafmagn vegna rafhitunar?
Nei. Rafmagn vegna rafhitunar er eingöngu fyrir íbúa á svokölluðum „köldum svæðum“ (einkum svæðum þar sem ekki er hitaveita). Rafmagnsmælar í íbúðum á „köldum svæðum“ eru sérstaklega merktir og þannig er tryggt að 11% VSK leggst á rafmagnið sem fer um þá. Íbúar á „köldum svæðum” geta einnig sótt um niðurgreiðslur vegna rafhitunar á húsnæði til Orkustofnunar.
Snjallmælar
Hvað gerir snjallmælir?
Snjallmælir er stafrænn mælir sem mælir raforkunotkun þína og á sjálfvirk samskipti við dreifiveitu. Notandi þarf því ekki að framkvæma álestur á snjallmæli.
Senda allir snjallmælar sömu upplýsingar?
Nei, því miður.
Langflestir snjallmælar á Íslandi eru stilltir með þeim hætti að þeir senda dreifiveitu álestur einu sinni í mánuði, oftast um miðnætti síðasta dag mánaðar.
Sumir snjallmælar eru stilltir tímamældir og þá sendir mælirinn upplýsingar um notkun á klukkutíma fresti.
Til að eiga möguleika á þjónustunni Ódýrara rafmagn á nóttunni verður snjallmælir að vera tímamældur.
Hvenær fæ ég snjallmæli?
Dreifiveitan þín sér um þau mál, þú getur fengið upplýsingar um það hjá henni.
Ég er með snjallmæli. Hvernig veit ég hvernig hann er stilltur?
Ef þú ert viðskiptavinur Straumlindar geturðu séð það á Mínar síður hjá upplýsingum um notkunarstaðinn. Einnig geturðu séð Tegund mælingar, þ.e. álesin eða tímamæld, á reikningi.
Uppsetning snjallmæla hjá dreifiveitum. Hver er staðan?
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðu mála hjá dreifiveitunum varðandi uppsetningu snjallmæla og tímamælingu í apríl 2024:
HS Veitur
Snjallmælar eru nánast á öllum stöðum. Flestir með stillinguna álesinn en hægt er að óska eftir að breyta í tímamældur og ef gæði gagna eru nægilega góð breyta HS Veitur stillingunni.
Veitur
Uppsetning snjallmæla er í gangi. Nánast allir snjallmælar á heimilum eru með stillinguna álesinn. Prófanir á því að breyta stillingu í tímamældur eru byrjaðar. Veitur vonast til að geta fjölgað tímamældum mælum sumarið 2024.
Rarik
Snjallmælar eru víða. Allir snjallmælar á heimilum eru með stillinguna álesinn. Rarik býður ekki upp á breytingu á stillingu.
Orkubú Vestfjarða
Snjallmælar eru víða. Allir snjallsmælar á heimilum eru með stillinguna álesinn. Orkubú Vestfjarða vonast til að geta boðið upp á breytingar á stillingu haustið 2024.
Norðurorka
Snjallmælar eru víða. Allir snjallmælar á heimilum eru með stillinguna álesinn.
Hvað er Straumlind að gera?
Viðskiptavinir Straumlindar sem vilja fá Ódýrara rafmagn á nóttunni geta farið á Mínar síður hjá Straumlind og smellt á "Já, takk - Virkja Ódýrara rafmagn á nóttunni um leið og hægt er". Þá sér Straumlind um að óska eftir breytingu á stillingu mælis hjá HS Veitum og hefur einnig reglulega samband við hinar dreifiveiturnar.
Ódýrara rafmagn á nóttunni
Hvað er Ódýrara rafmagn á nóttunni?
Ódýrara rafmagn á nóttunni er 34% afsláttur af rafmagni sem notað er milli kl. 02:00-06:00 á nóttunni.
Geta allir verið með í Ódýrara rafmagn á nóttunni?
Nei, það geta því miður ekki allir skráð sig í Ódýrara rafmagn á nóttunni ennþá. Ódýrara rafmagn á nóttunni er nýsköpunar- og þróunarverkefni og tímamældur snjallmælir verður að vera til staðar til að hægt sé að virkja þjónustuna.
HS Veitur eru komnar lengst í uppsetningu tímamældra snjallmæla og eru enn sem komið er eina dreifiveitan þar sem Ódýrara rafmagn á nóttunni er virkt. Samkvæmt upplýsingum frá hinum dreifiveitunum eru þær allar að vinna að undirbúningi.
Hvernig nýtist Ódýrara rafmagn á nóttunni?
Afslátturinn gildir um hvaða rafmagnsnotkun sem er á milli kl. 02:00-06:00 á nóttunni. Hér eru nokkur dæmi um tæki sem nota umtalsvert rafmagn og bjóða oft upp á tímastillingu þannig að þú getir nýtt Ódýrara rafmagn á nóttunni meðan þú sefur!
Rafbílar, heitir pottar (rafmagns), uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkarar.
Hvers vegna býður Straumlind upp á Ódýrara rafmagn á nóttunni?
Ódýrara rafmagn á nóttunni sameinar tvö af markmiðum Straumlindar sem eru að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæðasta verð á rafmagni á Íslandi og að gera raforkukerfið ,,snjallara".
Með gagnavísindum og notkun gervigreindar má hámarka nýtingu innan raforkukerfisins, lágmarka kostnað og stuðla að orkujöfnuði.
Rafmagnsnotkun er tvöfalt meiri á daginn en á nóttunni. Álag á raforkukerfið er því mun meira á daginn en á nóttunni. Ódýrara rafmagn á nóttunni stuðlar að jöfnun álags í kerfinu vegna notkunar almennra notenda.
Raforkukerfið
Hvað er dreifiveita?
Dreifiveita flytur rafmagnið frá virkjun og dreifir því til notenda. Allir notendur rafmagns eru í viðskiptum hjá einhverri dreifiveitu og ekki er hægt að velja dreifiveitu þar sem það er aðeins ein dreifiveita er á hverju svæði.
Dreifiveita sér um allan búnað vegna rafmagns, s.s. mælana, og samskipti vegna þeirra t.d. vegna álestra og bilana.
Hvað er raforkusali?
Raforkusali er fyrirtæki sem útvegar rafmagn og selur það til notenda. Hér velja notendur hvar þeir eru í viðskiptum. Straumlind er raforkusali.
Raforkukerfið myndrænt
Ég er að flytja. Hvað þarf ég að gera?
Ef þú ert að flytja er mikilvægt að:
Lesa af rafmagnsmælinum og helst að taka mynd
Senda tilkynningu um flutning til dreifiveitunnar þinnar.
Þú þarft ekki að senda tilkynningu til Straumlindar vegna þess að dreifiveitan mun sjá um það.
Þú finnur upplýsingar um dreifiveitur á Íslandi hér.