Spurt og svarað
Geta allir keypt rafmagn hjá Straumlind?
Já! Það geta allir á Íslandi keypt rafmagn hjá Straumlind.
Kostar að skipta yfir til Straumlindar?
Nei, það kostar ekkert að skipta yfir til Straumlindar.
Af hverju að gerast viðskiptavinur hjá Straumlind?
Markmið Straumlindar er að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæðasta verð á rafmagni á Íslandi. Rafmagn er hluti á mánaðarlegum kostnaði heimila og fyrirtækja og með viðskiptum við Straumlind má ná fram sparnaði og lækka rekstrarkostnað.
Er ég að taka einhverja áhættu með að skipta yfir til Straumlindar og velja ódýrara rafmagn?
Nei, alls ekki! Það eina sem breytist er að þú færð reikning frá Straumlind í stað fyrri söluaðila og rafmagnsreikningurinn lækkar.
Engin röskun verður á afhendingu á rafmagni og það er heldur engin hætta á því að reikningur berist bæði frá Straumlind og fyrri söluaðila þar sem skiptin fara eftir samræmdum reglum sem allir söluaðilar vinna eftir.
Hvers vegna er Straumlind ekki með upprunavottun um sölu á endurnýjanlegri orku?
Straumlind er einfaldlega of ung! Öll orka sem Straumlind selur er endurnýjanleg og græn, en málið er að upprunavottun er gefin út eftir á.
Orkustofnun gefur út upprunavottun í júní á hverju ári vegna raforkusölu ársins á undan. Straumlind byrjaði að selja orku til almennings þann 1. mars 2021. Það þýðir að Straumlind getur í fyrsta lagi fengið upprunavottun um sölu á endurnýjanlegri orku í júní 2022.
Hvað gerist eftir að ég hef skráð mig í viðskipti?
Þú færð sendan tölvupóst sem staðfestir að skráning þín í viðskipti hjá Straumlind tókst.
Ef þú skráðir þig fyrir 10. dag mánaðarins byrja viðskipti þín við Straumlind strax í næsta mánuði en ef þú skráðir þig eftir 10. dag mánaðarins byrja viðskipti þín við Straumlind í þar næsta mánuði.
Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?
Viðskiptavinir geta valið á milli þess að fá greiðsluseðil í heimabanka eða boðgreiðslu á kreditkort. Greiðsluseðill í heimabanka kostar 98 kr. en ekkert gjald er á boðgreiðslu á kreditkort.
Af hverju fæ ég tvo reikninga vegna rafmagns?
Kostnaður vegna rafmagns skiptist í tvennt. Annars vegar er greitt fyrir dreifingu á rafmagninu og hins vegar er greitt fyrir rafmagnið sjálft.
Heimilisfang ræður því hvaða dreifiaðila maður er í viðskiptum hjá. Ástæðan er sú að innan hvers sveitarfélags er aðeins einn dreifiaðili og allir sem búa á því svæði verða að vera í viðskiptum þann dreifiaðila. Dreifiaðilinn sendir reikning fyrir dreifingu rafmagns.
Sala á rafmagni er hins vegar á samkeppnismarkaði og öllum er frjálst að velja sér söluaðila. Rafmagn er hluti á mánaðarlegum kostnaði heimila og fyrirtækja og með viðskiptum við Straumlind má ná fram sparnaði og lækka rekstrarkostnað.
Engin röskun verður á afhendingu á rafmagni og það er engin hætta á því að reikningur berist bæði frá Straumlind og fyrri söluaðila þar sem skiptin fara eftir samræmdum reglum sem allir söluaðilar vinna eftir.
Get ég losnað við að fá tvo reikninga vegna rafmagns?
Nei. Kostnaður vegna rafmagns skiptist alltaf í tvennt. Annars vegar er greitt fyrir dreifingu á rafmagninu og hins vegar er greitt fyrir rafmagnið sjálft.
Hvers vegna er verðið á hverri kWst. vegna rafhitunar lægra en vegna almennrar notkunar?
Ástæðan er sú að almenn notkun og rafhitun eru í sitt hvoru skattþrepi virðisaukaskatts (VSK).
Samkvæmt lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt leggst 24% VSK á sölu rafmagns vegna almennrar notkunar en 11% VSK á sölu rafmagns vegna rafhitunar. Án VSK er verðið á hverri kWst. það sama.
Geta allir keypt rafmagn vegna rafhitunar?
Nei. Rafmagn vegna rafhitunar er eingöngu fyrir íbúa á svokölluðum ,,köldum svæðum” (einkum svæðum þar sem ekki er hitaveita). Rafmagnsmælar í íbúðum á ,,köldum svæðum” eru sérstaklega merktir og þannig er tryggt að 11% VSK leggst á rafmagnið sem fer um þá. Íbúar á ,,köldum svæðum” geta einnig sótt um niðurgreiðslur vegna rafhitunar á húsnæði til Orkustofnunar.