Um Straumlind

Straumlind

Straumlind er raforkusölufyrirtæki. Markmið Straumlindar er að bjóða viðskiptavinum sínum hagstætt verð á rafmagni.

Til að ná markmiði sínu notar Straumlind eigin hugbúnað, gervigreind og sjálfvirkni. Sömuleiðis heldur Straumlind yfirbyggingu í lágmarki.

Framtíðarsýn Straumlindar er að gera raforkukerfið ,,snjallara”. Með gagnavísindum og notkun gervigreindar má hámarka nýtingu innan raforkukerfisins, lágmarka kostnað og stuðla að orkujöfnuði. Straumlind horfir því björtum augum til framtíðar og sér margvísleg tækifæri í orkuskiptum og rafbílavæðingu á Íslandi.

Straumlind stuðlar að aukinni samkeppni og býður fyrirtækjum, heimilum og rafbílaeigendum betra verð á rafmagni.

Starfsfólk

Hjá Straumlind starfar samhentur hópur sérfræðinga.

  • Símon Einarsson, framkvæmdastjóri
  • Ólöf Embla Einarsdóttir, rekstrarstjóri
  • Dr. Samuel Nicholas Perkin, tæknistjóri
  • Gunnar Einarsson, arkitekt tölvukerfis
  • Hafdís Renötudóttir, markaðsstjóri og viðskiptatengsl

Persónuvernd

Persónuupplýsingar eru nauðsynlegur þáttur í starfsemi Straumlindar til að uppfylla lagalegar skyldur félagsins sem raforkusala, efna samninga við viðskiptavini og veita góða þjónustu.

Straumlind leggur ríka áherslu á persónuvernd viðskiptavina í þeim tilgangi að standa vörð um friðhelgi einkalífs þeirra.

  • Persónuupplýsingar sem er safnað

Grunnupplýsingar, s.s. nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang.

Samskipta- og samningsupplýsingar, s.s. samskipti við Straumlind sem fara m.a. fram með tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, upplýsingar vegna greiðslna þ. á m. bankaupplýsingar og dulkóðaðar greiðslukortaupplýsingar, upplýsingar um rafmagnsnotkun í formi mælaálestra eða tímaraða og vanskilaupplýsingar.

Tæknilegar upplýsingar og afleiddar upplýsingar um hegðun og notkun, s.s. IP tala.

  • Nýting persónuupplýsinga í starfsemi

Stofnun og viðhald viðskiptasambands, s.s. öflun grunnupplýsinga um viðskiptavin og rafræn auðkenning viðskiptavinar.

Þróun á vöru- og þjónustuframboði, s.s. með nýsköpun, bregðast við ábendingum eða kvörtunum.

Markaðs- og kynningarstarf, kann að felast í að veita persónubundna og sérsniðna þjónustu, sérsniðna fræðslu eða skilaboð um fríðindi.

Vefsvæði og vefþjónustur, s.s. að viðhalda Straumlind.is og Mínar síður hjá Straumlind og tryggja net- og upplýsingaöryggi.

  • Heimildir sem vinnsla byggir á

Heimildir Straumlindar til vinnslu persónuupplýsinga byggja á ákvæðum laga nr. 90/2018 um persónuvernd.

Einnig geta heimildir Straumlindar byggt því að félagið hafi lögmæta hagsmuni af því að vinna upplýsingarnar, s.s. vinnsla grunnupplýsinga úr þjóðskrá, þróun og prófun á nýjum vörum, vinnsla í þágu markaðssetningar og vinnsla í þágu net- og upplýsingaöryggis.

  • Móttaka og miðlun persónuupplýsinga

Viðskiptavinur afhendir, s.s. við upphaf viðskipta eða á meðan viðskiptasambandi stendur.

Utanaðkomandi aðili afhendir, s.s. opinberar skrár. Utanaðkomandi aðilum er óheimilt að afhenda Straumlind upplýsingar nema hafa til þess heimild t.d. heimild í lögum eða samþykki viðkomandi aðila.

Samstarfs- og þjónustuaðili Straumlindar fær afhentar. Straumlind velur samstarfs- og þjónustuaðila af kostgæfni og afhendir ekki persónuupplýsingar nema að á grundvelli vinnslusamnings eða samþykkis viðskiptavinar. Dæmi um samstarfs- og þjónustuaðila eru miðlægur gagnagrunnur orkugeirans, rekstrar- og hýsingaraðilar upplýsingakerfa og innheimtuaðilar vanskilakrafna.

Önnur afhending upplýsinga getur jafnframt átt sér stað til aðila sem hafa til þess lagaheimild, á grundvelli stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurða.

  • Réttindi viðskiptavina

Viðskiptavinur hefur rétt til að andmæla söfnun Straumlindar á persónuupplýsingum ef hann telur að hún samræmis ekki tilgangi hennar, meðalhófs sé ekki gætt eða ef hann telur að hægt sé að ná sama markmiði með vægari hætti.

Viðskiptavinur getur óskað eftir að fá upplýsingar um þá vinnslu sem á sér stað hjá Straumlind um hann enda standi hagsmunir annarra ekki í vegi fyrir því.

Viðskiptavinur á rétt á því að röngum, villandi eða ófullkomnum persónuupplýsingum um hann verði leiðréttar og/eða þeim eytt.

  • Vefkökur

Vefsvæði Straumlindar safna upplýsingum með notkun á vefkökum. Vefkökur eru litlar textaskrár á vafra notenda. Vefkökur eru notaðar til að bæta upplifun notanda og sníða vefsvæði að hans þörfum, s.s. með því að vista stillingar. Vefkökur eru einnig notaðar til að vinna tölfræðiupplýsingar, greina umferð um vefsvæðin og í markaðslegum tilgangi.

  • Öryggi persónuupplýsinga

Straumlind varðveitir persónuupplýsingar í öruggu umhverfi sem ver upplýsingarnar fyrir óheimilum aðgangi, misnotkun eða miðlun.

Straumlind hefur sett sér viðmið um upplýsingaöryggi, samþykkt öryggisverkferla og innleitt viðeigandi skipulagslegar og tæknilegar öryggisráðstafanir í samræmi við lög og reglur til að tryggja net- og upplýsingaöryggi.

Starfsmenn Straumlindar fá fræðslu um persónuvernd og mikilvægi þess að tryggja öryggi og trúnað um persónuupplýsingar viðskiptavina.

Starfsmönnum Straumlindar ber skylda til að gæta trúnaðar um þær upplýsingar sem þeir hafa aðgang að í starfi sínu. Trúnaður gildir eftir að störfum lýkur.

  • Varðveislutími

Straumlind varðveitir persónuupplýsingar á meðan viðskiptasamband er í gildi, eins lengi og lög kveða á um eða meðan lögmætir hagsmunir Straumlindar krefjast.

Grunngildi og stefnur

Straumlind hefur þau grunngildi að starfa af fagmennsku og áreiðanleika í þágu viðskiptavina, hluthafa og samfélagsins.

Allar ákvarðanir sem teknar eru fyrir hönd Straumlindar, af stjórn, framkvæmdastjóra eða starfsmönnum, skulu samræmast grunngildum félagsins og vera í samræmi við eftirtalin stefnumið:

  • Losun gróðurhúsalofttegunda og minnkun umhverfisáhrifa af starfsemi

Markmið Straumlindar er að halda losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi félagsins í lágmarki

Straumlind styður hvers konar þróun og nýtingu á umhverfisvænni tækni

  • Mannréttindi og réttindi barna

Straumlind styður við og virðir mannréttindi í samræmi við Mannréttingasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Straumlind gerist ekki meðsek í mannréttindabrotum annarra

Straumlind stendur gegn allri nauðunga- og þrælkunarvinnu

Straumlind stendur gegn allri barnavinnu

  • Jafnrétti

Straumlind styður jafnrétti kynjanna

Straumlind styður afnám hvers konar misréttis til vinnu og starfsvals

  • Einelti, ofbeldi eða áreitni á vinnustað þ.m.t. kynferðisleg áreitni

Straumlind lætur ekki einelti, ofbeldi, kynferðislegt áreiti eða kynbundið áreiti líðast á vinnustaðnum

  • Vinnuvernd og heilsu- og öryggisstefna

Straumlind hefur heilsu og líðan starfsmanna í fyrirrúmi

Straumlind hefur það markmið að veita öruggt og heilsusamlegt umhverfi fyrir starfsmenn og að tryggja jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsmanna

  • Spilling og mútur

Straumlind vinnur gegn hvers konar spillingu, þ. á m. mútum og kúgun

Straumlind greiðir ekki mútur

Straumlind gefur ekki gjafir til opinberra aðila

Stjórnsýsla

Raforkuviðskipti er leyfirsskyld starfsemi. Orkustofnun gefur út starfsleyfi til raforkusölufyrirtækja.

Stofnunin annast jafnframt eftirlit með raforkulögum sem m.a. felur í sér að leysa úr kvörtunum aðila á raforkumarkaði. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Helstu lög og reglugerðir sem varða starfsemi Straumlindar eru eftirfarandi:

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.