Við fögnum 2 ára afmæli!

Það ríkir mikil gleði hjá Straumlind þessa dagana enda fögnum við tveggja ára afmæli! Vúp, vúp!

Sunnudaginn 28. febrúar 2021 settum við www.straumlind.is hljóðlega í loftið og biðum með öndina í hálsinum eftir að fyrsti viðskiptadagur félagsins rynni upp. Næsta dag, þann 1. mars, byrjuðu vinir og ættingjar að skrá sig í viðskipti og ballið var byrjað.

Árin tvö hafa verið ótrúlega viðburðarrík og skemmtileg (rússíbanareið myndi nú einhver segja).

Einstaklingarnir fjórir sem komu að stofnun Straumlindar starfa allir enn hjá félaginu og hafa þrír af fjórum hreinlega yfirgefið fyrri störf og vinna nú fullt starf hjá Straumlind. Einnig hefur teymið stækkað með ráðningu fyrsta starfsmannsins síðasta sumar.

Fjöldi viðskiptavina hefur vaxið jafnt og þétt. Nú þekkjum við ekki lengur alla viðskiptavini okkar persónulega en reynum engu að síður að viðhalda heimilislegum og persónulegum brag í öllum samskiptum við viðskiptavini.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.