Teymi Straumlindar stækkar
Við bjóðum Samuel Nicholas Perkin hjartanlega velkominn til starfa til Straumlindar.
Samuel er með doktorsgráðu í orkuverkfræði og kemur til með að styrkja teymið gríðarlega.
Þegar Sam var spurður út í nýju stöðuna sína sem tæknistjóri, lýsti hann yfir ánægju sinni og sagði: "Ég er spenntur að vinna með hæfileikaríku teymi Straumlindar og hlakka til að vinna að nýsköpun í orkugeiranum í þágu viðskiptavina okkar".
Tilhlökkunin er því tvíhliða, vertu velkominn í teymið.
11. júní 2024