Straumlind gefur 100% afslátt af rafmagni í Grindavík

Straumlind hefur ákveðið að styðja viðskiptavini sína í Grindavík og gefa þeim 100% afslátt af rafmagninu í nóvember.

Útgáfu reikninga fyrir rafmagnsmæla í Grindavík vegna nóvember verður því frestað á meðan ástandið varir og mun Straumlind gefa inneign sem samræmist fjárhæð tímabils í framhaldi.

Við vonum innilega að þær aðstæður sem nú eru uppi vari sem skemmst og að öruggt verði fyrir íbúa að snúa aftur til heimila sinna sem fyrst.

Á meðan þetta ástand ríkir viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að leggja samfélaginu í Grindavík lið.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.