Straumlind 4 ára!

Straumlind fagnar fjögurra ára afmæli sínu!

Frá upphafi hefur Straumlind lagt áherslu á gæði, framúrskarandi þjónustu og nýsköpun, sem hefur tryggt fyrirtækinu traustan sess á markaðnum.

Starfsmenn Straumlindar, Símon, Embla, Gunnar, Sam og Hafdís, eru stolt af velgengni fyrirtækisins og eru einbeitt í að halda áfram á sömu braut: „Við erum ótrúlega stolt af því sem við höfum byggt upp síðustu fjögur ár,“ segir Símon. „Framtíðin er björt og við ætlum að halda ótrauð áfram í að vaxa og þróast.“

Straumlind hefur undanfarin ár tekið stór skref í átt að nýjum lausnum sem mæta þörfum viðskiptavina. Fyrirtækið stefnir á enn stærri verkefni á næstu árum. Með öflugu teymi og skýrri framtíðarsýn er ljóst að Straumlind á enn marga sigra eftir.

Áfram Straumlind!

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.