Stigull heimsækir Straumlind

Nemendafélag eðlisfræði- og stærðfræðinema Háskóla Íslands, Stigull, kom á dögunum í vísindaferð til Straumlindar. Teymi Straumlindar tók saman starfsemi sína fyrir áhugasömum nemendunum og héldu smávægilega veislu sem stóð yfir í um 2 klukkustundir.

Nemendur og starfsmenn fengu sér pizzu og bjór á meðan kynningunni stóð, en það var stórskemmtilegt að kynna fyrir framtíðar vísindafólki Íslands.

Undir lok kynningarinnar fór fram Kahoot spurningakeppni, en þeir Jökull og Björn lentu í fyrsta sæti og unnu smá verðlaun í boði Straumlindar. Til hamingju strákar, og takk kærlega fyrir komuna Stigull!

2. apríl 2024

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.