Raforkumarkaðir, fyrir hverja?
Í vikunni hélt Landsvirkjun opinn fund undir yfirskriftinni Raforkumarkaðir, fyrir hverja?
Straumlind átti fulltrúa í pallborðsumræðum um heildsölumarkaðinn ásamt Landsvirkjun, Orkustofnun, ON og viðskiptavettvöngunum tveimur: Vonarskarði og ELMA.
Straumlind fékk því frábært tækifæri til að tala máli viðskiptavina sinna: Íslenskra heimila og fyrirtækja! Það helsta sem Embla, rekstrarstjóri Straumlindar benti á var:
Raforkusalar sem útvega heimilum og fyrirtækjum orku þurfa að hafa gott aðgengi að viðskiptum við Landsvirkjun, sem framleiðir 70% af öllu rafmagni á Íslandi
Straumlind styður framþróun og hefur átt viðskipti bæði hjá Vonarskarði og ELMA
Fyrirsjáanleiki um framboð af orku til heimila og fyrirtækja er nauðsynlegur og langtímasamningar verða að vera í boði
Við hjá Straumlind erum virkilega stolt af því að hafa í okkar liði öflugan talsmann eins og Emblu sem beitir sér fyrir framtíð heimila og fyrirtækja í raforkumálum.
9. október 2024