Rafmagnið er ódýrara hjá Straumlind

Straumlind leggur mikinn metnað í hagkvæm orkuinnkaup, sjálfvirka ferla og lágmarks yfirbyggingu. Enda er markmið félagsins að bjóða viðskiptavinum betra verð á rafmagni.

Árið 2024 var gríðarleg áskorun í orkuinnkaupum vegna tilkomu uppboðs á nánast allri orku í heildsölu, óstöðugu framboði og hækkandi verðum. Vegna lægri álagningar hjá Straumlind skiluðu þessar hækkanir sér ögn fyrr út í verðið hjá okkur en öðrum raforkusölum.

Þetta fannst okkur erfitt enda höfðum við verið að bjóða eitt lægsta almenna verð á markaði frá upphafi starfsemi félagsins árið 2021, en í desember 2024 þurftum við að sætta okkur við að vera 4. ódýrasti raforkusalinn.

En eins og okkur grunaði, þá var sú staða ekki langvarandi, þar sem aðrir raforkusalar hækkuðu almennt verð strax í byrjun janúar - og það töluvert meira en Straumlind.

Myndin sýnir almennt verð pr. kWst hjá Straumlind borið saman við almennt verð pr. kWst hjá fjórum stærstu raforkusölum landsins.

10. janúar 2025

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.