Ódýrara rafmagn á nóttunni

Í júlí 2022 varð Straumlind fyrsti raforkusalinn til að bjóða íslenskum heimilum upp á Ódýrara rafmagn á nóttunni, þ.e. 34% afslátt af notkun milli kl. 02:00-06:00. Hér eru nokkrar lykilupplýsingar um Ódýrara rafmagn á nóttunni - endilega kynntu þér málið.

  • Ódýrara rafmagn á nóttunni er nýsköpunar- og þróunarverkefni

Forsenda ódýrara rafmagns á nóttunni er nákvæm tímamæling rafmagnsnotkunar sem dreifiveita sendir til Straumlindar. Snjallmælir mælir rafmagnsnotkun klukkutíma fyrir klukkutíma allan sólarhringinn. Það er mikil breyting frá fyrra fyrirkomulagi sem almennt er einn álestur á mæli á ári.

  • Tölvukerfi Straumlindar er tilbúið fyrir alla tímamælda snjallmæla

Tölvukerfi Straumlindar er tilbúið fyrir alla tímamælda snjallmæla. Það þýðir að um leið og dreifiveita klárar uppsetningu, tengingu og viðeigandi skráningu á snjallmæli getur Straumlind boðið upp á Ódýrara rafmagn á nóttunni.

  • Uppsetning snjallmæla er í vinnslu hjá dreifiveitum

Allar dreifiveitur á Íslandi vinna að því að setja upp snjallmæla, hver á sínu svæði. HS Veitur eru komnar lengst í þessu verkefni og eru enn sem komið er eina dreifiveitan þar sem Ódýrara rafmagn á nóttunni er virkt. Samkvæmt upplýsingum frá hinum dreifiveitunum eru þær allar að vinna að undirbúningi:

Dreifiveita

Tímamældir snjallmælar?

Ódýrara rafmagn á nóttunni?

HS Veitur

Veitur

Í vinnslu. Já, hjá litlum hluta notenda

2025

Orkubú Vestfjarða

Í vinnslu

2025

Norðurorka

Í vinnslu

Nei. Óvíst hvenær.

Rarik

Í vinnslu

Nei. Óvíst hvenær.

  • Gögn frá snjallmæli þurfa að berast reglulega til dreifiveitu

Til að hægt sé að nýta eiginleika snjallmælis í Ódýrara rafmagn á nóttunni þurfa gögnin frá honum að berast mjög reglulega til dreifiveitu. Í einhverjum tilvikum er snjallmælir til staðar en gögnin frá honum berast sjaldan til dreifiveitu, t.d. vegna lélegs fjarskiptasambands við mælinn. Straumlind þarf því alltaf að fá upplýsingar frá dreifiveitu um gæði fjarskipta við mæli áður en hann er skráður í Ódýrara rafmagn á nóttunni.

  • Snjallmælir þarf að vera skráður tímamældur í miðlægum gagnagrunni

Skráning mælis í miðlægum gagnagrunni skiptir máli til að geta fengið Ódýrara rafmagn á nóttunni. Algengt er að snjallmælar sem búið er að setja upp séu ekki skráðir sem „tímamældir“ í miðlægum gagnagrunni heldur sem „álesnir“. Það þýðir að mælirinn sendir eingöngu frá sér eina tölu í lok mánaðar (álestur) en ekki tímamælingu klukkutíma fyrir klukkutíma eins og þarf fyrir Ódýrara rafmagn á nóttunni.

Straumlind kannar reglulega hjá dreifiveitu hvaða mælar áhugasamra viðskiptavina uppfylla tæknilegu skilyrðin og lætur í kjölfarið breyta skráningunni á þeim. Sá hópur viðskiptavina sem er með Ódýrara rafmagn á nóttunni er alltaf að stækka.

  • Samfélagslegur ávinningur

Sparnaður viðskiptavina Straumlindar er ekki eini ávinningurinn af Ódýrara rafmagni á nóttunni.

Álagsjöfnun rafmagns

Ódýrara rafmagn á nóttunni stuðlar að jöfnun álags í dreifikerfi rafmagns vegna notkunar almennra notenda.

Eiginleikar dreifikerfis rafmagns eru þannig að hver strengur ræður aðeins við ákveðið mikið álag. Ef nýtt álag bætist á þá tíma dags þar sem álag er þegar mikið munu dreifiveitur þurfa að endurnýja strengi og rafbúnað til að kerfið þoli álagið.

Að jafna álag er sú aðgerð að draga úr álagstoppum og fylla upp í notkunardali í raforkukerfinu, t.d. með því að dreifa sömu notkun yfir á lengra tímabil, flytja notkun frá álagstíma yfir á annan tíma þar sem álag er minna eða minnka notkun á álagstíma.

Betri nýting innviða orkukerfisins

Álagsjöfnun leiðir til betri nýtingar á innviðum orkukerfisins. Betri nýting innviða minnkar þörf fyrir nýjar og kostnaðarsamar fjárfestingar í dreifikerfinu til að ráða við álagstoppa. 

Farsæl orkuskipti

Almenn rafmagnsnotkun er tvöfalt meiri á daginn en á nóttunni.

Takist að flytja kerfisálag vegna hleðslu rafbíla yfir á nóttina munu dreifiveitur á Íslandi geta frestað ótímabærri endurnýjun á strengjum og rafbúnaði í dreifikerfum og sparað umtalsverðan kostnað. 

Með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Ódýrara rafmagn á nóttunni vill Straumlind stuðla að því að vænt aukið kerfisálag vegna rafbíla flytjist yfir á næturnar þegar slaki er í kerfinu.

Greinin birtist fyrst 14. desember 2022. Texti síðast uppfærður þann 10. janúar 2025

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.