Krefjandi aðstæður á raforkumarkaði

Aðstæður á orkumarkaði eru virkilega krefjandi um þessar mundir.

Hækkanir og lokaður viðskiptavefur á heildsölumarkaði

Miklar hækkanir hafa átt sér stað á heildsölumarkaði undanfarna mánuði. Við það bætist að með lokun Landsvirkjunar á viðskiptavef og ýmsum breytingum á viðskiptaskilmálum er aðgengi og fyrirsjáanleiki á heildsölumarkaði með minnsta móti.

Straumlind beið eins lengi og kostur var að hækka verðið í þeirri von að hluti þessara hækkana og viðskiptatakmarkana myndi ganga til baka. Það hefur því miður ekki gerst og verðhækkanir reyndust óumflýjanlegar.

Vafasamir viðskiptahættir á smásölumarkaði

Samkeppni um notendur á smásölumarkaði er gríðarlega mikil og því miður hefur Straumlind orðið vör við ýmsa vafasama viðskiptahætti hjá samkeppnisaðilum. 

Minni raforkusalar sem nýlega hafa komið inn á markaðinn með lægra verð og nýsköpun eru greinilega skotmark raforkusala sem vilja verja sína stöðu. Ljóst er að frjáls samkeppni fæst ekki þrifist ef samkeppnishindranir og óheiðarlegir viðskiptahættir fá að viðgangast á markaði.

Straumlind hefur sent nokkurn fjölda mála til skoðunar hjá Orkustofnun, Samkeppniseftirlitinu og Neytendastofu. Enn sem komið er hafa þessar stofnanir ekki gripið inn í að neinu leyti þótt sum þessara mála séu orðin meira en ársgömul.

Frumvarp um forgangsorku í ferli á Alþingi

Fyrir jól gerði Alþingi atrennu að því að afgreiða frumvarp um breytingu á raforkulögum sem hafði það markmið að tryggja orkuöryggi notenda raforku, annarra en stórnotenda.

Því miður tókst ekki að ljúka meðferð frumvarpsins og er það enn í vinnslu á Alþingi. Á meðan ekki er komin niðurstaða á Alþingi um þennan lagaramma er markaðurinn í biðstöðu.

Allt í frosti

Það er því óhætt að segja að raforkumarkaðurinn líkist íslenska vetrinum => Allt í frosti!

2. febrúar 2024

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.