Landsvirkjun - Græn skírteini seld sérstaklega frá 2023
Hvaða breytingar eru að eiga sér stað?
Fram til þessa hafa græn skírteini (upprunavottorð) fylgt með allri orku frá Landsvirkjun.
Íslensk heimili og fyrirtæki hafa því fengið rafmagn með grænum skírteinum um árabil án viðbótarkostnaðar.
Á undanförnum mánuðum hefur markaðsverð grænna skírteina hækkað mikið.
Landsvirkjun hefur því ákveðið að frá 1. janúar 2023 muni grænu skírteinin hætta að fylgja með orkunni og verði þess í stað seld sérstaklega. Sjá fréttatilkynningu Landsvirkjunar hér.
Íslensk heimili og fyrirtæki þurfa að velja hvort þau kaupi græn skírteini til viðbótar við rafmagnið sjálft
Straumlind mun bjóða viðskiptavinum að gera þetta með einföldum hætti á Mínum síðum á www.straumlind.is. Uppfærsla á Mínum síðum er í vinnslu.
Um algerlega frjálst val er að ræða og hægt verður að velja fyrir hvern rafmagnsmæli.
Grænu skírteinin eru keypt fyrir hverja kílóvattstund (kWst). Verð á grænu skírteini er 0,3 kr/kWst.
Ef ekkert er valið er eingöngu greitt fyrir rafmagn en ekki græn skírteini.
Viðskiptavinur mun hvenær sem er geta farið inn á Mínar síður á www.straumlind.is og valið að kaupa eða hætta að kaupa græn skírteini. Uppfærsla á Mínum síðum er í vinnslu.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig það að velja að kaupa græn skírteini hefur áhrif á kostnað:
Verðflokkar | Verð (kr/kWst) | Verð + græn skírteini = heildarverð (kr/kWst) |
Heimili / Einstaklingar | 7,24 | 7,24 + 0,37 = 7,61 |
Rafhitun | 6,48 | 6,48 + 0,37 = 6,85 |
Fyrirtæki / Lögaðilar | 8,22 | 8,22 + 0,37 = 8,59 |
Sýnidæmi
Heimili | Árs-notkun (kWst) | Verð (kr/kWst) | Samtals (kr.) | Verð + græn skírteini (kr/kWst) | Samtals (kr.) | Árlegur kostnaður vegna grænna skírteina (kr.) |
Lítið heimili | 2.000 | 7,24 | 14.480 | 7,61 | 15.220 | 740 |
Lítið heimili + rafbíll | 6.500 | 7,24 | 47.060 | 7,61 | 49.465 | 2.405 |
Meðal heimili | 4.500 | 7,24 | 32.580 | 7,61 | 34.245 | 1.665 |
Meðal heimili + rafbíll | 9.000 | 7,24 | 65.160 | 7,61 | 68.490 | 3.330 |
Stórt heimili | 8.000 | 7,24 | 57.920 | 7,61 | 60.880 | 2.960 |
Stórt heimili + rafbíll | 12.500 | 7,24 | 90.500 | 7,61 | 95.125 | 4.625 |
Rafhitun 80 m2* | 17.152 | 6,48 | 111.145 | 6,85 | 117.491 | 6.346 |
Rafhitun 150 m2* | 32.160 | 6,48 | 208.397 | 6,85 | 220.296 | 11.899 |
* Forsendur: Samkvæmt upplýsingum frá Orkusetri fara 67 kWst á ári í að hita upp hvern rúmmetra (m3) húsnæðis. a) 80 m2 * 3,2 m lofthæð = 256 m3 * 67 kWst = 17.152 kWst í ársnotkun. b) 150 m2 * 3,2 m lofthæð = 480 m3 * 67 kWst = 32.160 kWst í ársnotkun.
Fyrirtæki - Lögaðili | Ársnotkun (kWst) | Verð(kr/kWst) | Samtals (kr) | Verð+ græn skírteini (kr/kWst) | Samtals (kr) | Árlegur kostnaður vegna grænna skírteina (kr) |
Almenn notkun | 5.000 | 8,22 | 41.100 | 8,59 | 42.950 | 1.850 |
Almenn notkun | 15.000 | 8,22 | 123.300 | 8,59 | 128.850 | 5.550 |
Í hnotskurn
Straumlind er að kaupa sama rafmagn af sama heildsala (Landsvirkjun).
Græn skírteini sem áður fylgdu með án kostnaðar gera það ekki lengur heldur geta áhugasamir keypt þau sérstaklega.
Hvað eru græn skírteini ?
Græn skírteini er hluti af vottunarkerfi Evrópusambandsins um uppruna rafmagns.
Án grænna skírteina telst rafmagnið vera úr sameiginlegum orkupotti Evrópu.
Markmið grænna skírteina er að styðja við orkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum.
Græn skírteini eru gefin út og seld af orkuframleiðendum en einnig eru viðskipti með þau á markaði. Fjármunir sem varið er í að kaupa græn skírteini renna því til orkuframleiðenda.
Á Íslandi er öll orka endurnýjanleg en til þess að hún sé vottuð sem slík þurfa grænu skírteinin að fylgja.
Ef þú velur að kaupa ekki græn skírteini með raforkunni þinni getur orkuframleiðandinn selt þau á markaði.