Landsvirkjun - Græn skírteini seld sérstaklega frá 2023

Hvaða breytingar eru að eiga sér stað?

Fram til þessa hafa græn skírteini (upprunavottorð) fylgt með allri orku frá Landsvirkjun.

 • Íslensk heimili og fyrirtæki hafa því fengið rafmagn með grænum skírteinum um árabil án viðbótarkostnaðar.

 • Á undanförnum mánuðum hefur markaðsverð grænna skírteina hækkað mikið.

Landsvirkjun hefur því ákveðið að frá 1. janúar 2023 muni grænu skírteinin hætta að fylgja með orkunni og verði þess í stað seld sérstaklega. Sjá fréttatilkynningu Landsvirkjunar hér.

Íslensk heimili og fyrirtæki þurfa að velja hvort þau kaupi græn skírteini til viðbótar við rafmagnið sjálft

 • Straumlind mun bjóða viðskiptavinum að gera þetta með einföldum hætti á Mínum síðum á www.straumlind.is. Uppfærsla á Mínum síðum er í vinnslu.

 • Um algerlega frjálst val er að ræða og hægt verður að velja fyrir hvern rafmagnsmæli.

 • Grænu skírteinin eru keypt fyrir hverja kílóvattstund (kWst). Verð á grænu skírteini er 0,3 kr/kWst.

 • Ef ekkert er valið er eingöngu greitt fyrir rafmagn en ekki græn skírteini.

 • Viðskiptavinur mun hvenær sem er geta farið inn á Mínar síður á www.straumlind.is og valið að kaupa eða hætta að kaupa græn skírteini. Uppfærsla á Mínum síðum er í vinnslu.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig það að velja að kaupa græn skírteini hefur áhrif á kostnað:

Verðflokkar

Verð (kr/kWst)

Verð + græn skírteini = heildarverð (kr/kWst)

Heimili / Einstaklingar

7,24

7,24 + 0,37 = 7,61

Rafhitun

6,48

6,48 + 0,37 = 6,85

Fyrirtæki / Lögaðilar

8,22

8,22 + 0,37 = 8,59

Sýnidæmi

Heimili

Árs-notkun (kWst)

Verð (kr/kWst)

Samtals (kr.)

Verð + græn skírteini (kr/kWst)

Samtals (kr.)

Árlegur kostnaður vegna grænna skírteina (kr.)

Lítið heimili

2.000

7,24

14.480

7,61

15.220

740

Lítið heimili + rafbíll

6.500

7,24

47.060

7,61

49.465

2.405

Meðal heimili

4.500

7,24

32.580

7,61

34.245

1.665

Meðal heimili + rafbíll

9.000

7,24

65.160

7,61

68.490

3.330

Stórt heimili

8.000

7,24

57.920

7,61

60.880

2.960

Stórt heimili + rafbíll

12.500

7,24

90.500

7,61

95.125

4.625

Rafhitun 80 m2*

17.152

6,48

111.145

6,85

117.491

6.346

Rafhitun 150 m2*

32.160

6,48

208.397

6,85

220.296

11.899

* Forsendur: Samkvæmt upplýsingum frá Orkusetri fara 67 kWst á ári í að hita upp hvern rúmmetra (m3) húsnæðis. a) 80 m2 * 3,2 m lofthæð = 256 m3 * 67 kWst = 17.152 kWst í ársnotkun. b) 150 m2 * 3,2 m lofthæð = 480 m3 * 67 kWst = 32.160 kWst í ársnotkun.

Fyrirtæki - Lögaðili

Ársnotkun (kWst)

Verð(kr/kWst)

Samtals (kr)

Verð+ græn skírteini (kr/kWst)

Samtals (kr)

Árlegur kostnaður vegna grænna skírteina (kr)

Almenn notkun

5.000

8,22

41.100

8,59

42.950

1.850

Almenn notkun

15.000

8,22

123.300

8,59

128.850

5.550

Í hnotskurn

 • Straumlind er að kaupa sama rafmagn af sama heildsala (Landsvirkjun).

 • Græn skírteini sem áður fylgdu með án kostnaðar gera það ekki lengur heldur geta áhugasamir keypt þau sérstaklega.

Hvað eru græn skírteini ?

 • Græn skírteini er hluti af vottunarkerfi Evrópusambandsins um uppruna rafmagns.

 • Án grænna skírteina telst rafmagnið vera úr sameiginlegum orkupotti Evrópu.

 • Markmið grænna skírteina er að styðja við orkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

 • Græn skírteini eru gefin út og seld af orkuframleiðendum en einnig eru viðskipti með þau á markaði. Fjármunir sem varið er í að kaupa græn skírteini renna því til orkuframleiðenda.

 • Á Íslandi er öll orka endurnýjanleg en til þess að hún sé vottuð sem slík þurfa grænu skírteinin að fylgja.

 • Ef þú velur að kaupa ekki græn skírteini með raforkunni þinni getur orkuframleiðandinn selt þau á markaði.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.