Hvernig virkar raforkukerfið á Íslandi?

Allir fá reikninga vegna rafmagns frá tveimur mismunandi aðilum:

  1. Dreifiveita: Það eru 5 dreifiveitur á Íslandi. Dreifiveitur annast dreifingu og flutning á rafmagni og það starfar aðeins ein dreifiveita á hverju svæði. Dreifiveita er jafnframt ábyrg fyrir öllum búnaði sem fylgir afhendingu rafmagns s.s. rafmagnsmælum. Notandi getur ekki valið hvaða dreifiveitu hann er í viðskiptum hjá heldur ræðst það af staðsetningu húsnæðis.

  2. Raforkusali: Það eru 9 raforkusalar á Íslandi og Straumlind er einn þeirra. Raforkusalar selja rafmagnið sjálft til viðskiptavina sinna. Hér getur notandi valið þann raforkusala sem hann er í viðskiptum hjá.

Algengt er að heildarkostnaður vegna rafmagns skiptist með þeim hætti að 2/3 sé vegna dreifingar og flutnings og 1/3 fyrir rafmagnið.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.