Fjórfaldur meistari - Annað árið í röð

Hafdís Renötudóttir, starfsmaður Straumlindar og landsliðsmarkvörður, hefur náð einstökum árangri á handboltavellinum. Hún varð nýverið Evrópubikarmeistari með Val en þær unnu fjóra titla á tímabilinu, annað árið í röð.
Lið Hafdísar vann eftirfarandi titla:
Evrópubikarmeistarar (EHF European Cup) - Fyrsta kvennaliðið í íslenskri handboltasögu sem vinnur Evróputitil!
Íslandsmeistarar
Deildarmeistarar
Meistarar meistaranna
Þetta toppaði hún með því að vera valin "Verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar" annað árið í röð og hlaut einnig titilinn "Besti markvörður Olís-deildarinnar", annað árið í röð.
Við hjá Straumlind óskum Hafdísi og Valsliðinu hjartanlega til hamingju með þennan sögulega árangur!
25. júní 2025