Auðkenning viðskiptavina

Straumlind hefur hingað til nýtt sér innskráningarþjónustu Ísland.is við auðkenningu nýrra viðskiptavina og innskráningu á Mínar síður.

Á næstu vikum mun Ísland.is leggja þjónustuna niður gagnvart einkaaðilum og af þeim sökum var nauðsynlegt fyrir Straumlind að velja nýjan þjónustuaðila.

Straumlind valdi lausn frá Kenni sem er OICD auðkenningarþjónusta sem styður rafræn skilríki og aðgangslykla.

Rafræn auðkenning verður því áfram örugg og einföld - akkúrat eins og við hjá Straumlind viljum hafa hana!

30. september 2024

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.