Annáll 2024

Árið 2024 var ár mikilla breytinga og áskorana á raforkumarkaði. Straumlind stóð frammi fyrir hækkuðu heildsöluverði og erfiðum markaðsskilyrðum en tryggði á sama tíma samkeppnishæft verð og leiddi nýsköpun í raforkusölu.

Eitt mikilvægasta verkefni Straumlindar á árinu var að styðja við Grindavík eftir jarðhræringar og eldgos. Í desember 2023 ákvað Straumlind að veita öllum viðskiptavinum í Grindavík 100% afslátt af rafmagnsnotkun. Vegna áframhaldandi óvissu var þessi stuðningur framlengdur út apríl 2024. Í litlu samfélagi skipta samstaða og náungakærleikur miklu máli, og okkur hjá Straumlind fannst það sjálfsögð skylda að veita þá aðstoð sem við gátum.

Teymi Straumlindar fékk nýjan liðsmann á árinu og þróunarvinna við framþróun og betri nýtingu raforkukerfisins er í fullum gangi. Það hefur sannað sig að Straumlind er lykilaðili í að knýja fram þróun og skapa heilbrigðan raforkumarkað. Öflugt og heilbrigt raforkukerfi ásamt heilbrigðri samkeppni eru lykilþættir í velferðarsamfélagi – eitthvað sem við erum stolt af að taka þátt í að byggja upp.

Straumlind býður eitt lægsta raforkuverð á markaðnum og hefur boðið marga nýja viðskiptavini velkomna á árinu, bæði heimili og fyrirtæki. Við buðum einnig bæjarfélögin Akureyri og Vestmannaeyjar velkomin í viðskiptu á árinu í kjölfar útboða þar sem tilboð Straumlindar var hagstæðast.

Þrátt fyrir krefjandi ár er ekki annað hægt en að vera gríðarlega stolt af því sem við höfum áorkað fyrir viðskiptavini okkar og samfélagið. Við horfum bjartsýn fram á veginn og hlökkum til að halda áfram þróunarvinnu og leggja okkar að mörkum til að bæta raforkukerfið og samfélagið enn frekar.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.