Annáll 2023

Ýmislegt áhugavert og skemmtilegt gerðist á árinu 2023.

Almennt

Straumlind vann hörðum höndum að því að koma Ódýrara rafmagni á nóttunni til fleiri heimila. Við vorum í ýmsum samskiptum við dreifiveiturnar og fengum t.d. góða heimsókn frá Veitum. Vonandi opnast fleiri tækifæri á þessu sviði á árinu 2024.

Góður árangur náðist í útboðum hjá Landsneti. Flutningstöp eru hluti mikilvægra innviða og Straumlind leggur áherslu á að bjóða Landsneti góð kjör á rafmagninu.

Febrúar - Tveggja ára afmæli

Straumlind varð tveggja ára, og því var vel fagnað innan félagsins.

Júní - Max og Nate útskrifuðust

Max Gamerman og Nathaniel Rybin, nemendur sem unnu mastersverkerfnin sín í samstarfi við Straumlind, útskrifuðust úr Háskóla Reykjavíkur með M.Sc. í Orkuverkfræði.

Júlí - Stofnendur sameinaðir

Nákvæmlega 3 árum eftir að hugmyndin að stofnun Straumlindar kviknaði, byrjaði síðasti stofnandi félagsins í fullu starfi hjá félaginu.

Október - Vaxtasprotinn

Straumlind var í lokaúrvali Vaxtarsprotans - við getum verið stolt af því.

Nóvember - 100% afsláttur á rafmagni til Grindvíkinga

Vegna mikilla jarðhræringa, jarðskjálfta og eldgos á Reykjanesi, ákvað Straumlind að gefa 100% afslátt á rafmagni í nóvember til viðskiptavina sem búsettir eru í Grindavík. Afslátturinn var framlengdur í desember.

Desember - Landsliðið og framúrskarandi árangur!

Straumlind studdi við bakið á Íslenska kvennalandsliðinu í handbolta þegar þær fóru á Heimsmeistaramótið sem haldið var í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hafdís er hluti af teymi Straumlindar ásamt því að vera annar markvarða kvennalandsliðsins.

Teymi Straumlindar er lítið og laggott sem nær frábærum árangri. Íslensk heimili hafa haldið áfram að velja Straumlind og teymið stefnir að því að ná enn lengra.

16. janúar 2024

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.