Annáll 2022

Um áramót til tilvalið að líta yfir farinn veg. Árið 2022 var fyrsta heila starfsár Straumlindar í raforkusölu og óhætt er að segja að árið hafi verið viðburðarríkt.

Janúar – „Íslandsmet“ í nýskráningum

Árið byrjaði með hvelli. Mikil umræða um viðskiptahætti á raforkumarkaði í lok árs 2021 varð til þess að þúsundir Íslendinga völdu að koma í viðskipti til Straumlindar í janúar 2022. Aldrei í sögunni hafa jafn margir valið að skipta um raforkusala í einum mánuði. Teymið vann myrkrana á milli og allt hafðist þetta að lokum.

Febrúar – Sjálfvirknivæðing nýskráninga og mælar sýnilegir við skráningu

Straumlind var fyrsti raforkusalinn til að sjálfvirknivæða nýskráningar. Sömuleiðis hafði Straumlind frumkvæði að gerð tengingar við miðlægan gagnagrunn sem gerir tilvonandi viðskiptavini kleift að sjá alla rafmagnsmæla sem skráðir eru hans kennitölu og velja hvaða mæla eigi að skrá í viðskipti hjá Straumlind.

Mars - Orkuöflun í járnum vegna orkuskorts og lokana á viðskiptavef Landsvirkjunar

Veturinn litaðist allur af síauknum viðskiptatakmörkunum af hálfu Landsvirkjunar vegna lágrar stöðu í lónum í kjölfar þurrka, en í mars náðu erfiðleikar við orkuöflun hámarki. Teymið kepptist við að afla aukinnar orku vegna fjölda nýrra viðskiptavina.

Maí - Straumlind flytur í Grósku

Eftir notalegan tíma í Innovation House á Seltjarnarnesi flutti Straumlind í stærra húsnæði í Grósku í Vatnsmýrinni.

Júlí - Ódýrara rafmagn á nóttunni

Í júlí hóf Straumlind að bjóða íslenskum heimilum upp á Ódýrara rafmagn á nóttunni, þ.e. 34% afslátt af notkun milli kl. 02:00-06:00. Ódýrara rafmagn á nóttunni er nýsköpunar- og þróunarverkefni sem teymið er virkilega spennt fyrir. Meiri upplýsingar um verkefnið má finna hér.

September - Orkan fjárfestir í Straumlind

Orkan IS, dótturfélag Skel fjárfestingarfélags, náði samkomulagi um kaup á 34% eignarhlut í Straumlind.

Október - Reikningar fá nýtt og betra útlit

Straumlind leggur kapp á góða miðlun upplýsinga til viðskiptavina. Skýr framsetning reiknings er þar lykilatriði.

Desember – Fimmföldun viðskiptavina

Fjöldi viðskiptavina Straumlindar hefur fimmfaldast frá síðustu áramótum og er félagið því í kraftmiklum vexti.

Að lokum…

Straumlind þakkar viðskiptavinum sínum kærlega fyrir viðskiptin á árinu og óskar þeim velfarnaðar í leik og starfi á nýju ári.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.