Áframhaldandi verðhækkanir á heildsölumarkaði

Nýlega hófu raforkumarkaðirnir Vonarskarð og ELMA rekstur og hafa fyrstu viðskipti átt sér stað á vettvangi beggja.

Á vegum Vonarskarðs hafa farið fram útboð á öllum helstu orkuflokkum, þ.e. grunnorku, mánaðarblokk og stundarrafmagni, og útboð Landsnets á flutningstöpum var framkvæmt í viðskiptakerfi ELMA.

Niðurstöður framangreindra útboða sýna áframhald verðhækkana á heildsölumarkaði.

Tökum til dæmis verð á grunnorku fyrir árið 2025 (janúar-desember). Landsvirkjun hefur gefið raforkusölum 3 tækifæri til að kaupa þessa orku:

Grunnorka 2025 (jan-des)

Viðskipti - Ár - Mánuður

Heildsöluverð - kr/MWst (án vsk)

2022-10

6.360

2023-05

6.463

2024-05

7.442

Eins og sést hefur verð á grunnorku farið stighækkandi og nýjasta verðið, sem myndaðist í söluferli Vonarskarðs, er 7.442 kr/MWst (án vsk).

Aðstæður voru allt aðrar varðandi kaup á grunnorku fyrir árið 2023 (janúar-desember). Þá var viðskiptavefur Landsvirkjunar opinn og hægt að kaupa grunnorku fyrir 2023 frá árinu 2020 og mánaðarlega árin 2021 og 2022. Verð á grunnorku var sömuleiðis töluvert lægra eins og sést í þessari töflu:

Grunnorka 2023 (jan-des)

Viðskipti - Ár - Mánuður

Heildsöluverð - kr/MWst (án vsk)

2020-12

4.352

2022-09

5.371

Grunnorka er ódýrasti orkuflokkurinn og því mikilvægur í innkaupum Straumlindar. Auk hækkana á grunnorku hafa einnig verið hækkanir á öðrum orkuflokkum á heildsölumarkaði, þ. á m. mánaðarblokk og breytilegri orku. Óhjákvæmilegt er að verðhækkanir á heildsölumarkaði leiði til verðhækkana á smásölumarkaði.

Markmið okkar um að bjóða viðskiptavinum hagstætt verð á rafmagni er óbreytt. Við höldum því áfram að halda yfirbyggingu í lágmarki og nota okkar eigin hugbúnað, gervigreind og sjálfvirkni til að ná því markmiði. Við höldum líka áfram að vinna að aukinni útbreiðslu á Ódýrara rafmagni á nóttunni og fleiri spennandi nýjungum.

Nánari upplýsingar:

Niðurstöður úr söluferli Vonarskarðs á grunnorku

5. júní 2024

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2025
HAFA SAMBAND
Messenger
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.