Night-time Discount - A mix of success and disappointment

(This Article is currently only in Icelandic)

Um þessar mundir eru liðin 2 ár frá því að Straumlind varð fyrst raforkusala til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Ódýrara rafmagn á nóttunni.

Í nýsköpun má búast við alls konar áskorunum og þær höfum við fengið! Teymið hjá Straumlind hefur unnið af kappi að verkefninu allan þennan tíma. Við erum stolt af þeim árangri sem hefur náðst en hefðum vissulega viljað sjá marga hluti ganga hraðar.

Sigrar

  • 95% af tímamældum almennum viðskiptavinum Straumlindar á svæði HS Veitna njóta Ódýrara rafmagns á nóttunni!

  • Tölvukerfi Straumlindar stendur sig frábærlega og gæti hæglega veitt öllum notendum þessa þjónustu

  • Samstarf við HS Veitur hefur gengið mjög vel

  • Samstarf við Netorku, miðlægan gagnagrunn orkugeirans, hefur gengið mjög vel

Svekkelsi

  • Það eru okkur mikil vonbrigði að heil 2 ár hafi liðið án þess að Veitur, Rarik, Norðurorka og Orkubú Vestfjarða hleypi sínum viðskiptavinum í þjónustuna.

  • Það eru líka vonbrigði að langflestir af þeim snjallmælum sem settir hafa verið upp hjá notendum eru stilltir á að senda álestur í lok mánaðar en ekki tímamælingu á klukkutíma fresti. Slíkir "snjallmælar" sína ekki hvenær sólarhrings rafmagnið var notað og eru því gagnslausir í Ódýrara rafmagn á nóttunni

  • Straumlind hefur verið í ítrekuðum samskiptum við allar þessar dreifiveitur og hefur því miður gengið frekar illa að fá skýr svör um ástæður

  • Í júní 2023 (í fyrra!) báðum við Orkustofnun að kanna hvað tefur en höfum ekki enn fengið svör þaðan heldur

Lærdómur og væntingar um framhaldið

  • Samvinna og vilji var allt sem þurfti til að gera nýsköpunarverkefnið Ódýrara rafmagn á nóttunni að veruleika. Það er staðreynd.

  • Við erum enn að læra og ennþá er ferlið ekki orðið alsjálfvirkt, en það gengur samt ótrúlega vel.

  • Straumlind bætir nýjum viðskiptavinum í Ódýrara rafmagn á nóttunni í hverjum einasta mánuði!

  • Ódýrara rafmagn á nóttunni er frábær sparnaður fyrir rafbílaeigendur og gæti verið umtalsverður sparnaður hjá notendum á köldum svæðum.

  • Ódýrara rafmagn á nóttunni leiðir til betri nýtingar sameiginlegra innviða

  • Við vonum innilega að Veitur, Rarik, Norðurorka og Orkubú Vestfjarða setji eftirfarandi í alvöru forgang:

    • Setja upp snjallmæla hjá notendum

    • Stilla snjallmælana þannig að þeir mæli notkun á klukkutíma fresti

    • Skrá mælana "Tímamælda" hjá miðlægum gagnagrunni og sjá til þess að notkunargögnin skili sér þangað

Við hjá Straumlind erum bjartsýn, fús til samvinnu og viljum bjóða Ódýrara rafmagn á nóttunni um allt land!

Koma svo dreifiveitur - þið getið þetta!

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
Contact info
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.